Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  14. júní 2022.

fiskveiðistjórn.

386. mál
[01:07]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langaði að byrja á því að þakka hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur fyrir vinnuna við þetta frumvarp ásamt öðrum í nefndinni. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða sem þarf að taka vel á og við reyndum í nefndinni að fara þann gullna meðalveg sem þarf að fara í svona málum. En mig langaði að gera grein fyrir bókun sem ég lagði fram við afgreiðslu málsins. Hún hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Friðhelgi einkalífs er mikilvægur stjórnarskrárréttur sem einungis skal skertur þegar brýna nauðsyn ber til. Of mörg gögn benda til þess að umgengni um sameiginlega auðlind þjóðarinnar. hafið, sér í lagi í formi ólöglegs brottkasts, sé mun verri en áður var talið. Ég tel því að nauðsyn krefjist þess að Fiskistofu séu veittar auknar heimildir undir ströngu regluverki sem gerir henni kleift að fylgjast betur með nýtingu þessarar sameiginlegu auðlindar þjóðarinnar.“