149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

vegalög.

32. mál
[17:46]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka flutningsmanni fyrir svörin. Óbreytt úr eldri lögum með þessar ferðaleiðir, já, gott og vel, en mér þykir sem sagt málsgreinin jafn óljós fyrir það. Ég deili þá kannski skoðunum flutningsmanns um það að ég veit ekki hvaða leiðir þetta eru.

Mér finnst þá eftir standa spurningin um hvernig eigi að standa að rekstri. Það þýðir fyrir mér að ríkið kosti reksturinn á þessum ferjum og þjóðferjuleiðum. Ég er alveg sammála umboðsmanni Alþingis um að það þurfi að skýra betur hvernig ferjur og vegir spila saman. Í sjálfu sér er ég hlynntur grunnhugsuninni í frumvarpinu. Það er eitthvað samt sem áður sem mér finnst of óljóst enn þá til að ég líti svo á að þetta sé nógu vel unnið en geri þá ráð fyrir að þetta gangi til nefndar og verði þar slípað til.