133. löggjafarþing — 9. fundur,  10. okt. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[14:25]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað er alveg hægt að bregðast við því í hina áttina líka á miðju ári með því að lækka skattana. Það er sennilega erfiðara í tæknilegri útfærslu að gera breytingar á persónuafslættinum á miðju ári þó eflaust væri það hægt. Það er auðveldara að breyta tekjuskattsprósentunni. Hins vegar er það þannig að þessi ríkisstjórn hefur frekar verið gagnrýnd fyrir það að hún væri að lækka skattana of mikið miðað við ástandið í efnahagsmálunum og hv. þingmenn sem hér hafa talað hafa verið í þeim hópi. Það er því dálítið gaman að heyra þetta sjónarmið frá þeim núna. Það verður vonandi til þess að þeir styðji heils hugar lækkun á tekjuskatti og hækkun á persónuafslætti og þar með lækkun skatta og lækkun virðisaukaskatts ásamt öðrum sköttum á matvæli sem nú standa fyrir dyrum.