Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 9. fundur,  27. sept. 2022.

framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.

16. mál
[19:20]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Auðvitað vonar maður að samkomulag náist en í ljósi sögunnar er maður hóflega bjartsýnn, svo maður orði það nú þannig. En mig langar að spyrja hv. þingmann hvar hann telji mestu fyrirstöðuna verða við að málið hljóti snögga og góða afgreiðslu hér á þinginu, bara svo að við finnum okkur ekki í þeirri stöðu að þingmenn sem styðja við þetta mál séu teymdir á asnaeyrunum fram á vor og þá deyi þetta góða mál í þinglokasamningum án þess að nokkur efnisleg rök komi inn í þá umræðu. Við þekkjum hvernig það getur átt sér stað. Ef hv. þingmaður færi svona í stuttu máli yfir hvar helstu fyrirstöðuna sé að finna þannig að við þingmenn sem erum áhugasamir um að þetta mál klárist getum varið orkunni í að reyna að leysa þá hnúta í stað þess að sigla í strand við þinglok.