143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[19:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Það var annað sem ég tók eftir í ræðu hennar hér áðan, og fer ég þá svolítið yfir í aðra sálma, þegar hún talaði um að skatttekjur framtíðar yrðu notaðar til að greiða niður skuldir hjá ákveðnum hópum. Mig langar því að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi áhyggjur af tekjum bæði ríkis og sveitarfélaga þegar við ætlum að eyða þessum peningum í dag eða á allra næstu árum í að greiða niður skuldir hjá ákveðnum hópum. Hefur hún áhyggjur af því hvernig skatttekjur framtíðarinnar muni líta út?