151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég held að það sé alveg gefið mál að þegar faraldrinum lýkur muni umsóknum fjölga. Í því umhverfi held ég að samræmd móttaka flóttafólks sé mjög hjálpleg ef við ætlum að geta sinnt þeim umsóknum á skilvirkan og hagkvæman hátt. Það er mjög einföld spurning: Er það ekki mjög gott markmið þessa frumvarps? Er hv. þingmaður ekki sammála því, sérstaklega ef umsóknum fjölgar, að það væri gott að hafa samræmda móttöku til að passa að upplýsingarnar séu til staðar, til að hægt sé að afgreiða allar umsóknir skýrt og skilmerkilega án þess að einhverjar kerfisvillur þvælist fyrir, sem sagt að upplýsingar í kerfinu liggi á einum stað og annar aðili sé ekki með aðgang að þeim o.s.frv.? Er það ekki eitthvað sem við myndum vilja hafa?