141. löggjafarþing — 90. fundur,  6. mars 2013.

afbrigði um dagskrármál.

[17:34]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er verið að ganga til atkvæðagreiðslu um mjög sérkennileg mál sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en einhvers konar órum flytjenda málanna, þar sem talað er um að menn gangi tárvotir til þjóðaratkvæðagreiðslu 17. júní árið 2014 um nýja stjórnarskrá. Þetta er stór smjörklípa sem á rætur sínar að rekja til formanns Bjartrar framtíðar og formanns Samfylkingarinnar til þess að dreifa huganum frá því að verið er að jarða stjórnarskrána í dag. Það er ömurlegt að verða vitni að þjóðþingi sem starfar á þessum nótum og það á að sjálfsögðu alls ekki að hleypa þessum málum á dagskrá í dag. Það er til háborinnar skammar ef þau verða á dagskrá.