140. löggjafarþing — 91. fundur,  30. apr. 2012.

fjárframlög til Landbúnaðarháskóla Íslands.

[15:32]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Ég hef að sjálfsögðu skilning á niðurskurði. Allar stofnanir ríkisins þurfa að takast á við hann en mér finnst mjög mikilvægt að menn og skólar njóti sannmælis. Ég er hér með töflu sem var birt á heimasíðu Landbúnaðarháskólans sem sýnir að á árunum 2005–2011 hafi til dæmis Háskólinn á Akureyri fengið 80,4% aukna fjárveitingu á meðan nemendafjöldi hans dróst saman um 2%. Háskólinn á Hólum fékk 42,2% aukna fjárveitingu en nemendafjöldi jókst um 148% og Landbúnaðarháskóli Íslands fékk ekki nema 36% aukna fjárveitingu meðan nemendafjöldi jókst um 52,4%.

Það er því eðlilegt að spyrja hæstv. ráðherra: Finnst þér þetta eðlilegt og sanngjarnt? Getur verið að skólar sem fara með fræðslurannsóknir á sviði landbúnaðar eigi kannski ekki (Forseti hringir.) upp á pallborðið hjá þessari ríkisstjórn?