143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:26]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það versta sem við getum lent í er að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir á kostnað ríkisins sem ekki leysa úr skuldavandanum. Ef fólk fengi aukið svigrúm og það mundi allt hverfa út í einkaneysluna en skuldirnar yrðu þarna áfram væri þjóðfélagið ekki á betri stað. Ég tel þess vegna að það sé mjög jákvæður þáttur í þessu máli að skilyrt sé að aðstoðin gangi til niðurgreiðslu á lánum. Það mun létta greiðslubyrðina eins og ég vék að í máli mínu. Það mun gera það. Við lítum á heimilið og fjölskylduna sem mikilvægustu grunneininguna í samfélaginu. Um það bil helmingur heimilanna skuldar fasteignalán og langflestir eru með verðtryggð lán. Þess vegna vil ég halda því fram að þetta sé almenn aðgerð sem gagnist öllum þeim sem lentu í þessum aðstæðum, með þeim skilyrðum þó að hafi menn áður þegið aðstoð (Forseti hringir.) sem nemi allt að 4 milljónum þá dregst það frá. Mér finnst vera í því bæði sanngirnis-, (Forseti hringir.) jafnræðis- og réttlætisrök.