143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:50]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Páli Árnasyni fyrir áhugaverða ræðu. Hann hóf hana með því að leiða líkur að því að það væri krónunni að kenna að heimilin glímdu við skuldavanda. En hvað með skuldavanda heimila í evruríkjunum? Það er draumur hv. þingmanns að við komumst í samband þeirra og getum nýtt þann gjaldmiðil. Holland er með 110% skuldsetningu heimila af vergri landsframleiðslu, Kýpur 130%. Hérna er hún 108%.

Hver er lausnin fyrir þessi evruríki, eiga þau að taka upp evruna aftur? (ÖS: Fá Framsóknarflokkinn til landsins.) (Gripið fram í: Jess.)