143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:01]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er almenn aðgerð en hún nær ekki til þessara sex flokka og þar með er hún ekki altæk eins og hv. þm. Frosti Sigurjónsson sagði áðan. Ég skil ekki hvernig hún getur verið almenn ef þessum stóru flokkum er sleppt. Ég vil líka spyrja: Hvað hefði orðið í þessu landi ef ekki hefði orðið efnahagshrun? Skuldir heimila uxu á árabilinu 1980–2007 um 8% á ári. Þá spyr ég: Varð forsendubresturinn 2008 eða hafði hann orðið hægt og bítandi?

Ég vil ítreka það að þessi aðgerð er hvorki almenn né altæk. Hún er mjög sértæk, nær að ákveðnum hluta skulda. Eins og henni hefur verið lýst hér mismunar hún lántökum freklega. Hv. þingmaður sagði hér í upphafi: Við framsóknarmenn; sem er nú stysti tveggja orða (Forseti hringir.) brandari sem ég þekki, því að framsóknarmenn halda áfram að vera fyndnir.