Bráðabirgðaútgáfa.
152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:18]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er stór stund að Alþingi hafi tekist að klára umræðu um rammaáætlun en það hefur ekki gerst síðan 13. janúar 2013. Þetta er því mjög stórt skref og eitt það mikilvægasta sem við erum að stíga núna og það er með mikilli ábyrgð sem við munum klára þetta ferli ef við samþykkjum málið hér á eftir. Það er mjög ábyrgt fyrir náttúruvernd, fyrir orkumálin í landinu og ekki síst fyrir það ferli sem rammaáætlun er, ferli til þess að mynda jafnvægi milli nýtingar og verndar og að það sé gert í sem bestri sátt. Það verður aldrei fullkomin sátt. Það er mikilvægt að hún sé sem best og faglegust. Með því að greiða atkvæði með þessari áætlun í dag erum við að tryggja þetta ferli í sessi.