Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:22]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að við séum í botn og grunn öll sammála því hér í þessum sal að þetta er mikilvægt stjórntæki og ég fagna því að við séum komin á þann stað að geta afgreitt það, loksins, eftir allan þennan tíma. Ég vil bara draga fram í þessari umræðu og benda á að með stærri biðflokki, sem þó er jú minni því að það var líka hreinsað töluvert innan úr honum, þá erum við einungis að leggja til að hlutir séu skoðaðir betur, enda langur tími liðinn í einhverjum tilfellum þar sem þarf að meta hlutina betur og það er ekkert því til fyrirstöðu að gera það í þágu náttúruverndar á Íslandi.