Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:29]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í dag mun ég greiða atkvæði með náttúrunni og ég mun greiða atkvæði um vernd. Það er kannski spurning hvort einhverjir stjórnarliðar hér hafi gleymt því hvað orðið vernd þýðir en það þýðir að setja eitthvað í skjól, að hlífa einhverju. Það þýðir ekki: Við skulum skoða þetta aðeins betur. Kannski getum við bara virkjað þarna og ekki eyðilagt allt saman. Þvílíkar afsakanir. Ég skora á okkur öll að fylgja sannfæringu okkar og greiða atkvæði með náttúrunni og greiða atkvæði um vernd.