Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:42]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er bæði þakklát og stolt að geta loksins, loksins greitt atkvæði um rammann sem er mikilvægt stjórntæki. Ég ætla að greiða atkvæði með náttúrunni og komandi kynslóðum. Það er skynsamlegt að stækka biðflokkinn. Við erum hér að fjalla um okkar allra stærstu framtíðaráskorun sem eru loftslagsmálin. Ég ætla að þakka hv. umhverfis- og samgöngunefnd fyrir að hafa afgreitt þetta út og ég er ánægð að við fáum að greiða atkvæði um það í dag. Það er kominn tími til.