Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:11]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Nú hafa hv. þingmenn tækifæri til að styðja þessa tillögu og tryggja það að Héraðsvötn og Kjalölduveita séu áfram í verndarflokki eins og lagt var til af verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. Ég heyri hér af ráðherrabekkjunum að fólk heldur að þetta snúist bara um einhverja flokkun og það sé ekki búið að ákveða neitt. Ég vara við þeim málflutningi. Hér er verið að senda mjög skýr pólitísk skilaboð verði þessi tillaga felld. Það eru skýr skilaboð um það að faglegu rökin skipti ekki máli, að verndargildi sé alltaf hægt að víkja til hliðar. Það viljum við ekki sem flytjum þessa tillögu og stuðningsmenn hennar og þess vegna segjum við já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)