Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

stjórn fiskveiða.

349. mál
[12:37]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V):

Forseti. Það er auðvitað mjög gleðilegt þegar nýsköpun í sjávarútvegi skapar ný tækifæri til að nýta auðlindir sjávar með sjálfbærum hætti. Reynsla okkar af núverandi fiskveiðistjórnarkerfi gerir það að verkum að það blasir við að þetta frumvarp ber að styðja. Mig langar samt til að benda á deilurnar sem hafa skapast um fiskveiðistjórnarkerfið og það ákall sem hefur verið í samfélaginu um breytingar og raunar er það vilji þessarar ríkisstjórnar, alla vega í orði kveðnu, að takast á við einhvers konar breytingar, eins og frumkvæði hæstv. matvælaráðherra sýnir, það er merki um vilja til að gera breytingar. Það er aldrei auðveldara að gera tilraunir með breytingar á fyrirkomulagi en þegar úthlutað er í nýjum tegundum þar sem ekki hefur verið úthlutað áður. Að sjálfsögðu verða ekki gerðar breytingar á þessu frumvarpi. Ég mun styðja þetta sem og Viðreisn öll en ég bendi hæstv. matvælaráðherra á að næst þegar slík tækifæri gefast ætti hún að nýta þau til að byrja að þróa einhvers konar langtímalausn sem meiri sátt er um.