Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

583. mál
[12:52]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er annað stórt skref sem við erum að stíga í dag varðandi orkumálin, náttúruverndina og leiðina að því að ná sem bestri sátt um hlutfallið á milli verndar og nýtingar, af því að hér er ekki bara verið að tala um stækkanir á virkjunum fyrir aukna orku heldur líka aukið afl, sem gerir það að verkum, eins og hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson fór hér yfir, að nýtni þeirra virkjana sem við höfum nú þegar í gangi verður betri. Þar af leiðandi dregur það úr þörfinni á því að hafa aðrar stærri virkjanir. Því er þetta mjög gott skref fram á við og vonandi mun það skila okkur vel áfram veginn í þessum málum.