Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

569. mál
[13:09]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Nú er ég komin upp í rétt mál. Ég vildi í fyrsta lagi lýsa því yfir að þingflokkur Pírata styður þetta mál og ég get tekið heils hugar undir með hæstv. ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að þetta margborgar sig. Þess vegna er óskiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ætlað sér að lækka endurgreiðsluhlutfallið þvert á gefin loforð í stjórnarsáttmála. Það er vel að meiri hlutinn í hv. efnahags- og viðskiptanefnd hafi ákveðið að standa í lappirnar og standa við gefin loforð í stjórnarsáttmála og taka þar með inn breytingartillögu frá hv. þm. Gísla Rafni Ólafssyni um að viðhalda þessum hlutföllum óbreyttum eins og lofað var í stjórnarsáttmála.

Ég vil hins vegar ítreka það sem ég sagði í gær, það hversu hratt og hversu viljug ríkisstjórnin var að ganga bak orða sinna í einu af þessum fáu skýru loforðum í stjórnarsáttmála gefur ekki góð fyrirheit um gildi stjórnarsáttmálans og virði hans í huga stjórnarliða, (Forseti hringir.) sérstaklega ríkisstjórnarinnar. Það er verra.