Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

569. mál
[13:15]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kom inn á það að við erum núna í úttekt á þessu kerfi, sem var auðvitað sérstaklega ákveðið á tímum heimsfaraldurs, og ekki er hægt að saka þessa ríkisstjórn um hringlandahátt í nýsköpunarumhverfinu þar sem allar óskir nýsköpunarumhverfisins, sem óskað var eftir fyrir nokkrum árum, hafa verið uppfylltar og gott betur. Úttektin stendur yfir hjá OECD sem mun skila drögum strax í haust og ég mun vinna úr þeim. Ég hlakka mikið til að sjá þá úttekt, hvar við stöndum í samkeppnisumhverfi annarra landa og hvar við getum gert betur. Ríkisstjórnin setti það skýrt fram í stjórnarsáttmála að halda þessu áfram og ríkur vilji er til þess. Ég hlakka til að fylgja því úr hlaði og koma hér með langvarandi tillögur ásamt hæstv. fjármálaráðherra.