Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:55]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Ég þurfti að bíta svo oft í tunguna á mér í þessari umræðu að ég er alblóðugur, og ég bara skil ekki þessa umræðu. (BLG: Þú skilur ekki ýmislegt. ) — Nei, og ég mun aldrei skila þig, hv. þingmaður. Þessi gögn eru ekki til. Þingið getur ekki krafist gagna sem eru ekki til en það getur krafist gagna þegar þau eru til. Hvað er svona flókið við þetta?

Þingið á engan rétt því að stjórnsýslan eða framkvæmdarvaldið fari í einhverja vinnu þegar það vill það. Nei, það er hvergi í lögum og það dettur engum í hug að hafa það í lögum, ekki frekar en þið getið krafist þess að fá eitthvað strax. Það er bara farið eftir lögum og það er mikilvægt að farið sé eftir réttum lögum, að allt sé gert eftir (Forseti hringir.) eðlilegri stjórnsýslu. Það fá allir þessi gögn fyrr eða síðar.

Hæstv. forseti. Ég segi nei.