Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[13:04]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Herra forseti. Frumlegast útgáfan af vörn hjá ríkisstjórnarflokkunum og einstaka talsmönnum ríkisstjórnarinnar er sú að gögnin séu ekki til. Voru sem sagt þingmenn stjórnarmeirihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd að kalla eftir gögnum sem ekki voru til? Það var enginn ágreiningur í allsherjar- og menntamálanefnd um að þessi gögn væru til. Þessi gögn hafa verið til í áratugi. Þingið hefur fengið þessi gögn án nokkurra refja árum saman. Það var ekki fyrr en hæstv. dómsmálaráðherra fór gegn lögum og bannaði stofnuninni að senda þinginu gögnin sem einhver lögfræðilegur vafi varð til. Sá lögfræðilegi vafi er enginn. Þetta er algjörlega skýrt í lögum um ríkisborgararétt. Þetta er algjörlega skýrt í lögum um þingsköp Alþingis og það er algerlega skýrt hver valdmörk eru milli framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins. (Forseti hringir.) Yfir þau valdmörk var farið. Þess vegna segi ég já.