154. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:30]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 322, um atvinnuþátttöku eldra fólks, frá Ingibjörgu Isaksen, á þskj. 617, um endurskoðun á reglum um búningsaðstöðu og salerni, frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 714, um starfsfólk starfsmannaleiga, frá Valgerði Árnadóttur, á þskj. 999, um útgjöld Tryggingastofnunar, frá Birgi Þórarinssyni og á þskj. 1015, um aðstoð við einstaklinga sem fengið hafa samþykkta umsókn um fjölskyldusameiningu, frá Inger Erlu Thomsen. Einnig hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1192, um vistun barna í lokuðu búsetuúrræði, frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur.