132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu.

485. mál
[13:17]
Hlusta

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Ég er algjörlega ósammála síðasta ræðumanni, hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni. Mér fannst svör ráðherra einmitt afar skýr og hreinskilin. Hún lýsti þeim vanda sem er núna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi varðandi aldraða og erfiðleika við að útskrifa þá, sérstaklega um helgar. En vandinn er náttúrlega ekki bara heilbrigðisþjónustan, vandinn er líka mönnunarvandi. Það hefur verið mjög miklum erfiðleikum bundið að manna stofnanir sem byggja á vaktavinnu, heilbrigðisstofnanir og aðrar, vegna þess að það er bara annað lífsmunstur hjá fólki og það sækist ekki eftir að vinna á stofnunum sem bjóða upp á vaktavinnu. Hins vegar verðum við að átta okkur á því, sem kom einnig fram í máli hæstv. ráðherra, og það er skortur á úrræðum hjá sveitarfélögunum, á heimaþjónustu sveitarfélaganna. Það kemur m.a. fram í skýrslu um þjónustu við aldraða að þar brennur virkilega á.