140. löggjafarþing — 91. fundur,  30. apr. 2012.

fylgi við ESB-aðild og íslenska krónan.

[15:19]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg ljóst að við munum gera alveg eins og aðrir landsmenn að því er varðar aðildarumsókn okkar í Evrópusambandið, við munum skoða hvaða niðurstöðu við fáum í aðildarviðræðunum og þá skipta auðvitað hagsmunir þjóðarinnar öllu máli. Ég geri mér vonir um að niðurstaðan verði það hagstæð að það verði rétt og skynsamlegt fyrir þjóðina að ganga í Evrópusambandið. Það er sú leið sem við viljum fara til að koma krónunni í var. Eins og Slóvenía og Eistland getur Ísland hafið þátttöku í ERM II samstarfinu aðeins örfáum mánuðum eftir formlega aðild. Ég held að ekkert sé brýnna, eins og ég nefndi áðan varðandi gjaldmiðilsmálið, en koma krónunni í skjól vegna gjaldeyrishaftanna en ekki síst vegna þess að við þurfum að skipta um gjaldmiðil. Það er stærsta mál (Forseti hringir.) íslensks samfélags í nútíð og framtíð.