141. löggjafarþing — 91. fundur,  7. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[20:26]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get fullvissað hæstv. ráðherra um að það eru raunveruleg fjárfestingaráform á ferðinni í Helguvík þannig að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því.

Stofnkostnaður hefur verið mikill og hefur lent á sveitarfélögunum sem borið hafa þann kostnað þannig að að því leytinu til er það alveg sambærilegt. Fram kom í blaðagrein frá hv. þm. Oddnýju Harðardóttur í dag að hópur hafi verið settur á stofn fyrir ári til að fara yfir málin varðandi Helguvík með sambærilegum hætti og unnið var að verkefnum fyrir norðan. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé þá eftir nokkru að bíða. Í öðru lagi: Hver er afstaða hæstv. ráðherra til þess? Mun hann beita sér fyrir því að fram komi sambærileg frumvörp (Forseti hringir.) og sambærileg aðstoð vegna þeirra verkefna sem ég nefndi?