143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[17:41]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur fyrir góða ræðu og spyr hvort hún sé þeirrar skoðunar að nýta beri allt hugsanlegt svigrúm sem finnst til að lækka skuldir ríkissjóðs skattgreiðendum til hagsbóta. Eða geta verið þær aðstæður uppi að rétt sé að nýta hluta af því svigrúmi sem gefst til að lækka skuldabyrði heimilanna sem hafa nýlega þurft að þola almenna hækkun allra sinna skulda og lækka þær með almennri aðgerð? Geta verið málefnaleg rök til þess?