151. löggjafarþing — 91. fundur,  6. maí 2021.

Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi.

266. mál
[13:54]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vildi bara koma því á framfæri að ég ætla að sitja hjá í þessu máli. Ég átta mig á að það þarf að innleiða þetta af því að við erum skuldbundin til þess. Ég er ekki á móti Schengen-kerfinu eða -svæðinu, en mér finnst bara verið að gefa heimild til að safna frekar mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum án þess að þörfin fyrir það sé útskýrð nákvæmlega.