Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:20]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það fær enginn þá rammaáætlun sem hann vill, var haft eftir forsætisráðherra í gær. Þetta er ekki alveg sannleikanum samkvæmt því að virkjunaraðilar fá þá rammaáætlun sem þeir vilja með breytingartillögum meiri hlutans. Landsvirkjun og Kaupfélag Skagfirðinga fá sínar virkjanir teknar úr verndarflokki og færðar einu skrefi nær nýtingarflokknum sem þessir aðilar hafa verið að berjast fyrir árum saman. Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,