Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum hér að greiða atkvæði í fyrsta, öðru og þriðja lagi um náttúruna, náttúruvernd. Við eigum að standa með náttúrunni. Ég verð bara að segja eins og er að mín kynslóð er náttúrusóðar, hefur farið illa með náttúruna. Ég ætla að greiða atkvæði með mínum barnabörnum og barnabarnabörnum um að þau fái að halda sinni náttúru. Ég tel að í þessari rammaáætlun séu ákveðin atriði sem er alls ekki hætt að styðja. Við verðum að vanda okkur þegar við förum af stað í því og passa upp á það að finna þá leið sem hefur minnst áhrif á náttúruna. Það höfum við ekki gert í þessari rammaáætlun og þess vegna mun ég ekki styðja hana.