Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:46]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það hafa tveir stjórnmálaflokkar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, setið í ríkisstjórn óslitið frá árinu 2013 að undanskildu tæpu ári. Það eru þessir tveir flokkar sem hafa komið í veg fyrir það frá 2016 að 3. áfangi rammaáætlunar hafi verið afgreiddur hér á hinu háa Alþingi. Nú er komið í ljós hvers vegna. Það er vegna þess að þeir gátu ekki sætt sig við hið faglega mat verkefnisstjórnar að Héraðsvötnin og Kjalölduveitan ættu heima í verndarflokki. Það er þannig, og þannig er hugmyndafræði rammaáætlunar að það að taka úr verndinni af því bara stenst enga skoðun, hvorki faglega né pólitíska né þá lagalegu sem þessi rammaáætlun byggir á. Það er þetta sem við erum að mótmæla. Við erum ekki að mótmæla því að verið sé að færa til og leyfa náttúrunni að njóta vafans. Við erum að mótmæla þessu fúski. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)