Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:09]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Hér eru fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í umhverfis- og samgöngunefnd að leggja til að snúa við þeirri ákvörðun stjórnarmeirihlutans í nefndinni að færa Héraðsvötn og Kjalölduveitu úr verndarflokki í biðflokk. Sú sátt sem rammaáætlunin var ætlað að skapa byggir á því að ákvarðanir séu teknar út frá faglegum forsendum. Því er ekki fyrir að fara í tilviki stjórnarflokkanna. Þeirra tillaga byggir ekki á faglegum rökum heldur pólitískum hrossakaupum. Ég hvet alla hv. þingmenn til að styðja þessa breytingartillögu. — Hv. þingmaður segir já.