Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:29]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Í dag greiddum við atkvæði um framtíð náttúru Íslands. Sá stjórnmálaflokkur sem kennt hefur sig við umhverfismál hefur endanlega sýnt okkur að það er hægt að selja sálu sína og hverfa frá öllum gildum bara til að halda í völd.