Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

vextir og verðtrygging og húsaleigulög.

80. mál
[18:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir andsvarið. Ég vil taka fram að núverandi ríkisstjórn hefur lagt á það áherslu að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum. Það sést m.a. við stuðning ríkisstjórnarinnar við lífskjarasamninginn og aðila vinnumarkaðarins. Að mati meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar á markmið frumvarpsins rétt á sér. Á hitt verð ég samt að benda að þar sem við teljum það eiga rétt á sér þá teljum við eðlilegt að vísa því til ríkisstjórnarinnar, m.a. á grundvelli þess tímamarks sem tilgreint er í frumvarpinu og er á þessum tímapunkti til þess fallið að stríða gegn markmiði þessa frumvarps.