Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:26]
Horfa

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það ætti að vera öllum ljóst eftir umræður dagsins að ágreiningur er uppi um lögfræðilegt álitaefni. Stjórnarandstaðan hefur teiknað upp þá mynd að minnisblað Alþingis beri með sér að augljóst sé að ráðherra hafi brotið lög þótt minnisblaðið fjalli að sjálfsögðu ekkert um það og gleymir því að hér sitja þingmenn en ekki dómarar. Aðalatriðið hér er að Alþingi hefur fjórum sinnum, ekki einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar heldur fjórum sinnum, á síðasta ári afgreitt lög um veitingu ríkisborgararéttar hér í þessum þingsal. Fullyrðingar stjórnarandstöðunnar standast því enga skoðun. Þrátt fyrir að ágreiningur sé uppi um túlkun á 51. gr. þá hefur Alþingi sinnt þessu hlutverki sínu og tilefni vantrauststillögunnar er ekkert.