Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:57]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Á þingfundi þann 25. október 2022 lýsti dómsmálaráðherra því yfir að hann tæki fulla ábyrgð á því að Útlendingastofnun hefði ekki afhent Alþingi þau gögn sem til þyrfti svo að þingið gæti afgreitt umsóknir um ríkisborgararétt. Ráðherrann telur sig sem sagt geta handstýrt því með gerræðislegum hætti hvort Alþingi fái að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Þingmaður segir já.