Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[12:58]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég er á þessari þingsályktunartillögu um vantraust á ráðherra. Þetta er ein stysta þingsályktunartillaga sem ég hef verið á, en þar segir einfaldlega:

„Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á dómsmálaráðherra.“

Þetta snýst ekki um útlendingalög, þetta snýst ekki um ríkisborgararétt, þetta snýst um gjörðir og verk ráðherra. Þetta er ekki bara venjulegur Jón úti í bæ, þetta er hæstv. dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, ráðherra dóms og laga. Um hann eiga að gilda mun strangari reglur en aðra og það á ekki að leika nokkur vafi á því, við eigum aldrei að vera í nokkrum vafa eða láta það vera neinum vafa undirorpið, að hann fái að brjóta lög. Það má ekki vera vafi um það. Þess vegna segi ég: Já.