Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 91. fundur,  30. mars 2023.

vantraust á dómsmálaráðherra.

924. mál
[13:02]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Herra forseti. Það er uppi lagalegur ágreiningur, lagalegur vafi, segir hæstv. forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. En það leikur enginn vafi á því, virðulegi forseti, að framkvæmdarvaldinu ber að veita löggjafanum upplýsingar þegar eftir þeim er leitað og stjórnvöldum ber að veita þingnefndum upplýsingar og taka saman, útbúa upplýsingar, þegar eftir því er leitað samkvæmt 51. gr. þingskapalaga. Við þurftum ekkert minnisblað til að staðfesta þetta. Þetta liggur í augum uppi. Eina fólkið sem er hér í þessum sal að sá einhverjum lagalegum vafa um þennan skýlausa rétt Alþingis er hæstv. forsætisráðherra, það er fólkið á ráðherrabekknum hérna, það eru stjórnarliðar, þingmenn Vinstri grænna, þingmenn Sjálfstæðisflokksins og þingmenn Framsóknarflokksins. Mér líst hreint ekkert á þetta. — Ég segi já. Þingið hefur þennan rétt og ráðherrar verða að virða hann.