141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

lengd þingfundar.

[11:15]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég verð aðeins að tjá mig um þennan sauðburð. Hæstv. utanríkisráðherra afhjúpaði fávisku sína í því þegar hann talaði um að hér mætti ekki eyða miklum tíma því að hann ætlaði að fara í sauðburð. Hann hefði komið dálítið of snemma ef hann hefði farið á meðan þetta þing stendur. En ég tek undir að hann mun væntanlega hafa nægan tíma eftir kosningar og ætti að eyða sem mestum tíma í sveitinni. Það er gott að liggja í jötunni á nóttunni og fá einhvern til að taka næturvaktina. Einu sinni hafði ég ágætan mann í því og sá var með neftóbakstauminn niður á varir og naut sín á næturvaktinni.

Ég tek undir þá gagnrýni sem hefur komið hér fram á það hvernig við högum störfum í þinginu. Þetta er ekki til sóma. Það er vitað mál að hér eyðum við dýrmætum tíma þingsins í að ræða mál sem enginn hugur fylgir um að koma í gegn. Fyrir helgi eyddi atvinnuveganefnd löngum tímum í að koma sjávarútvegsfrumvarpinu, (Forseti hringir.) fiskveiðistjórnarfrumvarpinu, til þingsins. Ég sé það ekki enn á dagskrá þó að það hafi verið eitt aðalforgangsmál (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra. Ég spyr: Hvað líður? (Forseti hringir.) Er engin meining að setja það á dagskrá heldur? Við skulum fara (Forseti hringir.) að vinna hérna af einhverju viti.