143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[21:50]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér þætti gaman að sjá það, en þar fyrir utan er það nú ekki neitt sem stjórnarflokkarnir eiga að þakka sér þó að fólk fái að nýta sinn eigin sparnað til að greiða niður sínar eigin skuldir. Það voru líka úrræði sem boðið var upp á á liðnu kjörtímabili.

Þetta snýst um hvað sagt var við kjósendur. Sagði maður við skuldsettustu heimilin að maður ætlaði ekki að hjálpa þeim eftir kosningar eða sagði maður þeim eftir kosningar að þau yrðu skilin út undan? Sagði maður þeim sem eru fastir í fjötrum verðtryggingarinnar að þeim yrði gefinn kostur á því að komast út úr því í tengslum við leiðréttingu lánanna þannig að verðbólguskotið sem leiðir af slíkum aðgerðum mundi ekki koma í bakið á þeim? Sagði maður 20%, lofaði maður forsendubresti, talaði maður um 300 milljarða fyrirheit? (SigrM: Nei.) Eru kjósendur að fá það sem við erum að boða? Og svarið er rétt, hv. þingmaður. Nei.