143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:20]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur fyrir að taka þátt í þessari umræðu með okkur.

Þingmaðurinn er ákafur talsmaður ráðdeildar og hefur margoft talað um að ráðdeild í ríkisfjármálum, skynsamleg nýting á því skattfé sem er til ráðstöfunar sé mikilvæg. Mig langar því að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi engar áhyggjur af því að það kemur ekki fram í frumvarpinu hvort þeir fjármunir sem þarna á að nota renni til þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem þurfa í raun og veru á því að halda. Hvar er ráðdeildin í því, hv. þingmaður?