143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:02]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum svarið. Mig langar í framhaldinu að inna þingmanninn eftir því hverja hann teldi þá vera skynsamlegustu leiðina á nýtingu þess fjár, hann nefndi það lítillega í andsvari sínu áðan, þ.e. að nota það helst til þeirra sem eru alverst staddir og ég verð að segja að ég er alveg sammála því.

Hann nefndi einnig leigjendur. Ég velti fyrir mér, úr því að við erum að fara þessa vegferð og hv. stjórnarþingmenn hafa nefnt að frumvörp komi seinna fyrir alla hina: Erum við ekki, hv. þingmaður, í þessum öllum hinum, þ.e. leigjendum, námsmönnum, eldra fólki og barnafólki að tala þar akkúrat um fólkið sem þyrfti kannski mest á aðstoð að halda til að bregðast við forsendubrestinum? Er það kannski ekki fólkið sem við þyrftum mest að rétta hjálparhönd?