151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir með þeim þingmönnum sem hér hafa talað. Það er ólíðandi hvernig hæstv. ráðherrar bregðast við og hvað þeir taka langan tíma í að svara sjálfsögðum spurningum frá þingmönnum. Hv. þingmenn þurfa á þessum svörum að halda í störfum sínum, ekki bara til þess að veita framkvæmdarvaldinu sjálfsagt aðhald. Hér hafa verið nefndar nokkrar spurningar. Ég get lagt í púkkið. Hv. þm. Guðmundur Andri Thorsson spurði fjármála- og efnahagsráðherra þriggja spurninga, sem ég held að hefði verið einfalt að svara, um stafræna skatta. Það var 7. desember 2020. Það eru rétt um fimm mánuðir síðan og svar hefur ekki enn borist.