151. löggjafarþing — 92. fundur,  10. maí 2021.

um fundarstjórn.

[14:02]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég ætla einmitt líka að bæta í þá flóru sem er komin hér fram og ég skil vel og treysti hæstv. forseta til að ganga okkar erinda. Ég er með nokkrar fyrirspurnir. Það eru þá sérstaklega tvær fyrirspurnir sem snúa að menntamálaráðherra og svo er ein fyrirspurn um nýtingu séreignarsparnaðar til fjármálaráðherra. Ég skil vel að það er kannski ekki æskilegt að eyða öllum deginum í það að ræða þetta en það hvílir auðvitað á okkur skylda að upplýsa fólk um hvað er um að vera, að við séum að kalla eftir svörum, og það er það sem við erum að gera hér í ræðustól.