150. löggjafarþing — 93. fundur,  28. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

722. mál
[17:42]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um tillögu 1. minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem gert er ráð fyrir því að 1.–4. gr. og 9. gr. frumvarpsins verði óbreyttar en hinar greinarnar, 5., 6., 7., 8., 10., 11. og 12. gr., falli út. Við teljum í fyrsta lagi sumar af þessum greinum óþarfar, að ekki sé tilefni til að fara í þessar breytingar, og aðrar greinar varasamar, að þær stefni réttaröryggi í óvissu og hættu eins og 5. og 6. gr.

Ég legg því til að þessi breytingartillaga verði samþykkt.