Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir.

782. mál
[11:35]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég er hingað kominn til þess í fyrsta lagi að þakka hv. velferðarnefnd fyrir að afgreiða þetta mál, sem við greiðum hér atkvæði um, hratt og vel. Það er mjög mikilvægt að við eflum þá starfsemi sem snýr að þjónustu við innflytjendur, ekki síst flóttafólk. Ég vek sérstaklega athygli á því að við erum hér líka að festa í sessi, sem er stórt landsbyggðarmál, að Vinnumálastofnun reki þjónustumiðstöðvar um allt land. Það mun ekki bara styrkja starfsemi Vinnumálastofnunar eins og hún var áður en þessar tvær stofnanir sameinast heldur líka gera okkur kleift að taka enn þá betur utan um innflytjendur alls staðar á landinu með þessari breytingu. Ég vil þakka nefndinni aftur fyrir vel unnin störf.