Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir.

782. mál
[11:36]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Herra forseti. Hér er um að ræða sameiningu og breytingu sem ég tel vissulega til bóta og ég styð. En þessi sameining er hins vegar frekar stórt mál og æskilegast hefði verið, fyndist mér, ef mótvægisaðgerðir lægju fyrir og væru settar af stað ef sameiningin skilar ekki þessari skilvirkni sem við erum að vonast eftir með þessum lagabreytingum. Ef, og þá bara ef, þetta eykur óskilvirkni í nú þegar frekar óskilvirku kerfi þá hefur það vissulega íþyngjandi áhrif á það fólk sem sækir sér þjónustu sem þessar tvær stofnanir bjóða upp á. Þess vegna er ég á gulu í þessu en ég styð sameininguna. Hins vegar hefði auðveldasta lausnin verið bara að samþykkja þessa breytingartillögu sem var lögð fyrir í gær, sem var felld af stjórnarliðum, um að endurskoða stöðuna eftir eitt ár.