144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

störf þingsins.

[14:00]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Nú hefur verið upplýst að óvarleg orð kapteins Pírata, hv. þm. Birgittu Jónsdóttur, og hv. þm. Jóns Þórs Ólafssonar í garð þingvarðar voru ósönn, ósæmileg og Pírötum til skammar. Ásakanir þessara þingmanna um að öryggisvörður Alþingis hafi beitt stuðningsmann Pírata ofbeldi þegar hann vann skemmdarverk við Alþingishúsið hafa verið hraktar. Viðbrögð þingvarðarins voru eðlileg og rétt eins og sjá má á samskiptamiðlum. Ég tel að hv. þingmenn Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson skuldi þingverðinum, starfsmönnum Alþingis og okkur öllum á þessum vinnustað afsökunarbeiðni vegna þessa óþarfa upphlaups og óboðlegra ásakana í garð þingvarðar sem sinnti starfi sínu af alúð og tryggð.

Ég þreytist seint á því að hrósa starfsmönnum Alþingis fyrir þjónustulund og dugnað. Þau muna öll góð gildi skrifstofu Alþingis, þjónustulund, fagmennsku og samvinnu.

Virðulegi forseti. Ég held að þessi orð hafi farið fram hjá þingmönnum Pírata.