144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

695. mál
[20:00]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna.

Mig langar einmitt að heyra meira af því sem hv. þingmann langaði til að tala um, þ.e. þjóðaröryggisstofnun, hvert hlutverk slíkrar stofnunar yrði, hver verkefni hennar yrðu og hvað hv. þingmaður sæi fyrir sér að slík stofnun mundi standa að til lengri tíma, þá meina ég næstu áratuganna.