144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

695. mál
[20:28]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara til að leiðrétta eitt sem hefur komið fram í umræðunni hjá fleirum en hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur: Það er ekki verið að endurvekja Varnarmálastofnun með þjóðaröryggisráði, þannig að það sé algjörlega skýrt. Þjóðaröryggisráð er fyrst og fremst ráð sem dregur að alla þá aðila sem þurfa að koma að vörnum landsins og inn í það koma þá um leið þeir sem vinna að þessum innviðavörnum okkar, almannavarnir og það ráð allt saman. Ég ætla bara að skýra þetta strax.